Í morgun kynnti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla Hitaveitu Seltjarnarness. Borholurnar við Snoppu og Bygggarða voru skoðaðar og þaðan lá leið að hitaveitustöðinni að Lindarbraut þar sem boðið var upp á veitingar.
Í morgun kynnti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla Hitaveitu Seltjarnarness. Borholurnar við Snoppu og Bygggarða voru skoðaðar og þaðan lá leið að hitaveitustöðinni að Lindarbraut þar sem boðið var upp á veitingar.
Að því loknu afhenti Hitaveita Seltjarnarness öllum 10. bekkjar nemum árskort í sund, sem á eflaust eftir að koma sér vel. Þess má geta að efnasamsetning heita vatnsins á Seltjarnarnesi þykir alveg einstök og hefur verið líkt við þá sem finna má í heilsuböðum víða um heim.
Það eru ekki allir íbúar höfuðborgarsvæðisins sem gera sér grein fyrir því að Seltjarnarnesbær reki eigin hitaveitu. Hún hefur verið starfrækt í rúm 40 ár eða allt frá árinu 1972 og unnið heitt vatn á eigin landi á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt. Því er ekki verið að ganga á auðlindina og mun hún nýtast íbúum Seltjarnarness á komandi áratugum. Af mörgum eru þessi náttúrugæði talin vera gullnáma bæjarfélagsins.
Það eru ekki allir íbúar höfuðborgarsvæðisins sem gera sér grein fyrir því að Seltjarnarnesbær reki eigin hitaveitu. Hún hefur verið starfrækt í rúm 40 ár eða allt frá árinu 1972 og unnið heitt vatn á eigin landi á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt. Því er ekki verið að ganga á auðlindina og mun hún nýtast íbúum Seltjarnarness á komandi áratugum. Af mörgum eru þessi náttúrugæði talin vera gullnáma bæjarfélagsins.