Fara í efni

Minningargjöf

Laugardaginn 31. maí afhenti Erna Kristinsdóttir og fjölskylda hennar Seltjarnarnesbæ og íbúum hans nestisborð að gjöf til að setja upp í bænum. 
Laugardaginn 31. maí afhenti Erna Kristinsdóttir og fjölskylda hennar Seltjarnarnesbæ og íbúum hans nestisborð að gjöf til að setja upp í bænum. 

Gjöfin er færð bænum af afkomendum Eyjólfs E. Kolbeins sem var fæddur í Bygggörðum og bjó einnig síðar á Kolbeinsstöðum og Túni, en rúm eitt hundrað ár eru frá því að fjölskyldan settist að á Seltjarnarnesi. Bekknum verður komið fyrir þar sem Bygggarðar stóðu og verður merktur gefendum. Er Ernu og afkomendum hennar færðar bestu þakkir fyrir gjöfina sem á efalaust eftir að koma að góðu gagni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra veita bekknum viðtöku úr höndum afkomenda Eyjólfs. 

Ásgerður Halldórsdóttir ásamt afkomendum Eyjólfs E. Kolbein

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?