Fara í efni

Ökumenn til fyrirmyndar á Seltjarnarnesi

Aðeins voru um 4% ökumanna sem óku yfir löglegum ökuhraða við hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurströnd í gær, miðvikudaginn 29. október.
Framnesið
Aðeins voru um 4% ökumanna sem óku yfir löglegum ökuhraða við hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurströnd í gær, miðvikudaginn 29. október. 

Þá vaktaði lögreglan umferð með hraðamyndavél á Suðurströnd gegnt Íþróttamiðstöð Seltjarnarness þar sem er 50 km hámarkshraði. 

Vöktunin stóð yfir frá kl. 13:15 til 14:15 en tilgangur hennar var að kanna sérstaklega með ökuhraða á þessum vegarkafla. Á ofangreindu tímabili vaktaði vélin 101 ökutæki og var meðalhraði þeirra 45 km. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð aðeins fjögur brot eða tæp 4%. Meðalhraði brotlegu var 63 km og hraðast var ekið á 71 km hraða.

Samskonar mælingar fóru fram hjá lögreglunni 10. júní síðastliðinn á Norðurströnd. Þar var fylgst með ökutækjum sem var ekið Norðurströnd í austurátt, við Fornuströnd. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 108 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema fjórum ekið á löglegum hraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 72 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. 
 Vöktun lögreglunnar á Norðurströnd er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?