Fara í efni

Samtal fuglafræðings og listamanns

Fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson og listamaðurinn og hönnuðurinn Sigga Rún Kristinsdóttir munu bera saman bækur sínar á sýningunni Flögr sem nú stendur yfir í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga við Eiðistorg.

Jóhann Óli Himarsson og Sigga Rún KristinsdóttirFuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson og listamaðurinn og hönnuðurinn Sigga Rún Kristinsdóttir munu bera saman bækur sínar á sýningunni Flögr sem nú stendur yfir í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga við Eiðistorg. Stefnumótið á sér stað á morgun, fimmtudaginn 23. október kl. 17, en á sýningunni hefur fágætum munum úr Náttúrugripasafni Seltjarnarness verið komið fyrir í sýningarsalnum til að undirstrika fínlegar blekteikningar  Siggu Rúnar af ólíkum fuglum. Í verkum sínum leggur listamaðurinn áherslu á að draga fram persónuleg einkenni viðfangsefnisins.

Sigga Rún er útskrifuð úr Listaháskóla Íslands og hefur haldið sýningar ein og í félagi með öðrum. Hún er kunnust fyrir verkefni sitt Líffærafræði leturs, leturgerð sem byggð er á beinum, sem víða hefur vakið athygli og unnið til verðlauna og viðurkenninga. Þá hefur hún einnig hlotið viðurkenningar fyrir bókahönnun sína.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?