Fara í efni

LEIKSKÓLANN VANTAR STARFSFÓLK!

Börnum á leikskólaaldri fjölgar á Seltjarnarnesi og taka tvær nýjar deildir til starfa við Leikskóla Seltjarnarness í haust. Enn vantar nokkuð af starfsfólki þrátt fyrir fjölda auglýsinga. Hvetjum íbúa til að hvetja áhugasama að sækja  um!

Leikskólann vantar starfsfólk - þekkir þú einhvern sem gæti haft áhuga?

 Nýtt húsnæði við leikskólann á að vera tilbúið til notkunar í byrjun september, en nokkuð vantar af fólki til starfa svo að hægt sé að opna deildirnar og hefja aðlögun yngstu leikskólabarnanna.

Við biðjum bæjarbúa um að vekja athygli allra sem hafa áhuga á að starfa í leikskóla á að Leikskóla Seltjarnarness vantar starfsfólk. Upplýsingar um störf veita Margrét Gísladóttir (mandy@nesid.is) og Sonja Jónasdóttir (sonja@nesid.is) – 5959280 / 5959290. 

Nánari upplýsingar um störfin og skil umsókna má einnig finna á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar http://www.seltjarnarnes.is–Störf í boði.

Í leikskólastarfinu er lögð sérstök áhersla á tónlist og umhverfismennt, en annað sem leikskólinn býður starfsfólki sínu er:

· Metnaðarfull starfsemi

· Ýmis viðbótarkjör

· Tilboð um námssamninga

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga og samþykktum Seltjarnarnesbæjar um launakjör starfsfólks Leikskóla Seltjarnarness.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?