Fara í efni

17. júní 2018 í Bakkagarði 

Seltjarnarnesbær býður til skrúðgöngu og fjölskylduhátíðar í Bakkagarði á þjóðhátíðardegi Íslendinga sunnudaginn 17. júní. Fjölbreytt dagskrá og frítt í öll leiktæki. Allir velkomnir!

17. JÚNÍ 2018 Í BAKKAGARÐI Á SELTJARNARNESI

17. júní 2018

Seltjarnarnesbær býður til skrúðgöngu og fjölskylduhátíðar í Bakkagarði á þjóðhátíðardegi Íslendinga sunnudaginn 17. júní. Fjölbreytt dagskrá og frítt í öll leiktæki. Allir velkomnir!

DAGSKRÁ DAGSINS:

Kl. 10-12 BÁTASIGLING frá smábátahöfninni
Siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Siglingar eru háðar veðurfari.

Kl. 11.00 HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA í Seltjarnarneskirkju
Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir altari og munu Rótarýmenn taka þátt í messunni en Garðar Briem forseti Rótarýklúbbsins flytur hugleiðingu. Boðið verður upp á kaffiveitingar í þjóðhátíðarstíl eftir messu í safnaðarheimilinu.

Kl. 13.00 SKRÚÐGANGA frá Leikskóla Seltjarnarness í Bakkagarð
Lúðrasveit Tónlistarskólans, trúðar, stultufólk og fánaberar í broddi fylkingar ásamt lögreglufylgd.

DAGSKRÁ Í BAKKAGARÐI HEFST KL. 13.15

TÓMAS GAUTI JÓHANNSSON leiklistarnemi og Seltirningur skemmtir og stýrir málum 

SJÖFN ÞÓRÐARDÓTTIR formaður menningarnefndar flytur hátíðarræðu

FJALLKONAN 2018 flytur vorkvæði um Ísland eftir Jón Óskar

BÍBÍ OG BJÖRGVIN FRANZ skemmta smáum sem stórum

HLJÓMSVEITIN KARMA BRIGADE sem vann til verðlauna á Músíktilraunum spilar með Seltirninginn Jóhann Egil Jóhannsson á trommunum að vanda.

SYLVIA ERLA MELSTED söngkona og Seltirningur stígur á stokk ásamt 2 dönsurum eins og á Secret Solstice 2018

LEIKTÆKI OG STEMNING FRÁ KL. 13-15 – FRÍTT Í ÖLL TÆKI Í BAKKAGARÐI

LASERTAG-VÖLLUR í fyrsta sinn á Nesinu!

RENNIBRAUT, ÞRAUTABRAUT, HOPPUKASTALI – eitthvað fyrir allan aldur!

VATNABOLTAR – Splash!

HESTATEYMINGAR fyrir alla aldurshópa

ANDLITSMÁLNING með flottum litum og myndum

MYNDASPJÖLD – taktu mynd af börnum í karakter 

ÞJÓÐHÁTÍÐARFJÖR: Candy flos, blöðrur, fánar, þjóðhátíðarnammi, pylsur, pönnukökur, popp, kaffi og hvað eina

VÖFFLUSALA Í FÉLAGSHEIMILINU FRÁ KL. 15.00 – ALLIR VELKOMNIR!

ATHUGIÐ! Suðurströnd verður að hluta til lokuð bílaumferð til kl. 16.30.


17. júní 2018

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?