Sundlaug Seltjarnarness var á dögunum valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2018 í flokknum Stofnun ársins borg og bær 2018 í könnun sem að Gallup lét gera fyrir starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á meðal aðildarfélaga sinna.
Sundlaug Seltjarnarness var á dögunum valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2018 í flokknum Stofnun ársins borg og bær 2018 í könnun sem að Gallup lét gera fyrir starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á meðal aðildarfélaga sinna. Það er gaman að segja frá því að í fyrra þá lenti Sundlaug Seltjarnarness í 3ja sæti í sömu könnun og stekkur því nú í toppsætið sem eru afar ánægjuleg tíðindi. Starfsfólki sundlaugarinnar eru senda innilegar hamingjuóskir en Haukur Geirmundsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Seltjarnarnesbæjar tók við viðurkenningunni fyrir hönd sundlaugarinnar.