Fara í efni

Vallarbrautarróló endurbættur

Í íbúakosningunni NESIÐ OKKAR hlaut Vallarbrautarróló m.a. fjármagn til endurbóta eða 2 milljónir króna. Eftir ítarlega skoðun varð það að niðurstöðu framkvæmdahóps að kaupa svokallaðan Ærslabelg

ÆrslabelgurÍ íbúakosningunni NESIÐ OKKAR hlaut Vallarbrautarróló m.a. fjármagn til endurbóta eða 2 milljónir króna. Eftir ítarlega skoðun varð það að niðurstöðu framkvæmdahóps að kaupa svokallaðan Ærslabelg sem finna má víða um land og notið hefur mikilla vinsælla. Ærslabelgurinn er nú kominn upp og börn á Seltjarnarnesi þegar farin að njóta hans en hann er uppblásinn frá kl. 10.00 - 22.00. 

Einnig er búið að setja upp upp tvö ný piknik-borð á leiksvæðið auk þess sem Seltjarnarnesbær hefur bætt við nokkrum nýjum leiktækjum, bekk og gert fleiri endurbætur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Athugið að brýna fyrir börnunum ykkar að virða þær reglur sem gilda um ærslabelginn (sjá skilti frá umboðsaðila).

Kastali á Vallarbrautarróló Bíll á Vallarbrautarróló Göng á Vallarbrautarróló

Ærslabelgur Ærslabelgur

Rólur á Vallarbrautarróló Skilti við ærslabelg

Til upplýsinga þá er leiksvæðið á Vallarbrautarróló fyrsta verkefnið sem klárast í tengslum við Nesið okkar verkefnið en önnur verkefni sem hlutu kosningu munu líta dagsins ljós smám saman t.d. verður leiksvæðið á skólalóð Mýrarhúsaskóla fljótlega skreytt með líflegum "leik-myndum" sem og klárast Hofgarðaróló fyrr en síðar og svo koll af koll.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?