Fara í efni

Nesið kvatt - Myndlistarsýning í Nesstofu

Opnunartími er: Fimmtudaga kl.17-21 og laugardaga og sunnudaga kl.13-17. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir enda gott tækifæri til að sjá bæði sýninguna og Nesstofu á sama tíma!

Nesið Kvatt - Myndlistarsýning í NesstofuÍ sumar stendur yfir áhugaverð, falleg og afar skemmtilega uppsett myndlistarsýning "Nesið kvatt" í Nesstofu þar sem listaverkin kallast á við einstakt umhverfi þessa sögufræga húss sem reist var á árunum 1760-1767 og er eitt elsta steinhús landsins. Hér má sjá nokkrar myndir sem gefa smá innsýn en sjón er sögu ríkari því upplifunin að skoða sýninguna og Nesstofu er engu lík.


Opnunartími er: Fimmtudaga kl.17-21 og laugardaga og sunnudaga kl.13-17. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir enda gott tækifæri til að sjá bæði sýninguna og Nesstofu á sama tíma!


Sýning "Nesið kvatt" er sam- og kveðjusýning listamannanna Ásdísar Spanó, Davíðs Arnar Halldórssonar, Hönnu Birgisdóttur, Hörpu Árnadóttur, Kristínar Reynisdóttur og Valgarðs Gunnarssonar. Öll hafa þau verið með vinnustofu í Bygggörðum og umhverfið þar allt umlykjandi verið þeim innblástur en nú eru þau að halda í sitthvora áttina.


Nesið Kvatt - Myndlistarsýning í Nesstofu - 1 Nesið Kvatt - Myndlistarsýning í Nesstofu - 3


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?