Fara í efni

Hjartanlega til hamingju starfsfólk slökkviliðsins með nýju bifreiðarnar, sem búnir eru nýjustu tækni varðandi brunavarnir.

Fjórar nýjir slökkvibifreiðar voru afhentar slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær. Borgarstjóri og bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins tóku formlega við bílunum, um mikil tímamót er að ræða fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og þjónustu þess

Borgarstjóri og bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisinsFjórar nýjir slökkvibifreiðar voru afhentar slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær.

Borgarstjóri og bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins tóku formlega við bílunum, um mikil tímamót er að ræða fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og þjónustu þess, ekki síst vegna þess að um fjórar bifeiðar er að ræða (eina á hverja starfsstöð SHS)  enda hafa nýjar bifreiðar ekki verið teknar í notkun síðan 2003.

Bílarnir eru mjög fullkomnir og þar er búnaður sem ekki hefur verið notaður hér á landi áður, þar á meðal búnaður sem getur gert göt á byggingarefni (sprautað í gegnum þau).

Ágæta starfsfólk SHS innilega til hamingju með daginn.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

Bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?