Fara í efni

Dagdvöl aldraðra er flutt frá Skólabraut í Seltjörn, hjúkrunarheimili

Eftir 15 ár á Skólabraut 3-5 hefur dagdvöl fyrir aldraða nú verið flutt í Seltjörn, nýja og glæsilega hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi en þann 1. október sl. tók Vigdísarholt sem sér um rekstur hjúkrunarheimilisins yfir rekstur dagdvalarinnar sömuleiðis í samstarfi við Seltjarnarnesbæ sem á allt húsnæðið.

Eftir 15 ár á Skólabraut 3-5 hefur dagdvöl fyrir aldraða nú verið flutt í Seltjörn, nýja og glæsilega hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesbær hefur starfrækt dagvistina frá árinu 2004 en þann 1. október sl. tók Vigdísarholt sem sér um rekstur hjúkrunarheimilisins yfir rekstur dagdvalarinnar sömuleiðis í samstarfi við Seltjarnarnesbæ sem á allt húsnæðið.

Flutningurinn ásamt því að koma starfseminni fyrir í nýju húsnæði gekk mjög vel fyrir sig. Í dag er heimild fyrir 9 einstaklinga í dagdvölinni en vegna mikillar eftirspurnar eru oft 11 einstaklingar að nýta sér þjónustuna. Óskað hefur verið eftir því að fá að fjölga í 25 frá næstu áramótum, þar af verði 9 fyrir minnisskerta, umsókn þess efnis er nú til umfjöllunar í heilbrigðisráðuneytinu og er vonast eftir jákvæðum svörum fyrir áramótin.

Dagþjálfunin er opin alla virka daga frá kl. 8:00-16:00 og þar er lögð áherslu á góða samveru og félagsskap. Dagdvölin hefur það hlutverk að bjóða eldri borgurum á Seltjarnarnesi og annars staðar af höfuðborgarsvæðinu þjónustu sem miðar að því að þeir geti dvalið sem lengst á eigin heimili, þrátt fyrir skerta andlega eða líkamlega heilsu.

Hægt er að nýta sér dagdvölina í einn eða fleiri daga í viku. Þar er heilsufar einstaklinganna metið, veitt hjúkrunarþjónusta, félagsleg ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs allt eftir þörfum hvers og eins.  Þjónustan getur falið í sér:

·         Fæði

·         Heyfingu og þjálfun

·         Hvíldaraðstöðu

·         Tómstundaiðju

·         Böðun

·         Akstur að heiman og heim

 

Allar frekari upplýsingar um dagþjálfunina veitir Rannveig Sölvadóttir, í síma 852-1180  auk þess sem hægt er að senda fyrirspurn á tölvupóstfang dagdeildseltjorn@sunnuhlid.is  

Einnig er hægt að fylgjast með fréttum á facebook síðu Vigdísarholts sjá slóð:

Nánar á Dagdeild Seltjörn https://www.facebook.com/Dagdeild-Seltjörn-100422201394394


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?