Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Seltjarnarnesbæ af kröfu íslenska ríkisins um greiðslu 102 milljóna króna með vísan til samnings aðila um byggingu lækningaminjasafns.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Seltjarnarnesbæ af kröfu íslenska ríkisins um greiðslu 102 milljóna króna með vísan til samnings aðila um byggingu lækningaminjasafns. Talið var að Seltjarnarnesbær hefði ekki leyst til sín bygginguna sem ætluð var undir safnið þannig að greiðsluskylda hefði myndast samkvæmt samningnum.