Fara í efni

Allir heim fyrir kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember vegna spár um ofsaveður - hugið að lausum munum!

Veðurstofa Íslands og Almannavernd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem felur í sér röskun á skólastarfi. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15 og ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi. 

ÍBÚAR ATHUGIÐ! Veðurstofa Íslands og Almannavarnarnefnd hafa gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs frá kl. 15.00 á morgun þriðjudaginn 10. desember sem meðal annars felur í sér röskun á skólastarfi. Hætta er á foktjóni og er fólki bent á að ganga vel frá lausum munum í kvöld og í fyrramálið.

Vegna röskunar á skólastarfi eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir kl. 15.00 til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. Skjóli / Frístund lokar kl. 15:00. Foreldrar leikskólabarna sæki börn sín fyrir kl. 15:00. Allt félagsmiðstöðvastarf fellur niður og ekki verður kennt í Tónlistarskóla Seltjarnarness eftir kl. 15:00.

Ekki er gert ráð fyrir röskun á skólastarfi í fyrramálið eins og staðan er núna en send verður út tilkynning til foreldra um nákvæmar tímasetningar fyrir hádegi á morgun þegar veðurspá hefur skýrst enn frekar. Sem og verða sendar út tilkynningar til íbúa varðandi aðra þjónustu stofnana bæjarins á heima- og félsbókarsíðu Seltjarnarnesbæjar.

Hafa ber í huga að ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13.00 en þá er gul viðvörun í gangi sem svo breytist í appelsínugula kl. 15.00. Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða mikl­ar lík­ur á veðri sem geti valdið mikl­um sam­fé­lags­leg­um áhrif­um, tjóni eða slys­um og hugsanlega ógnað lífi og lim­um ef aðgát er ekki höfð.

Samgöngutruflanir eru líklegar á höfuðborgarsvæðinu meðan veðrið gengur yfir. Hætt er við foktjóni og fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum í kvöld og fyrramálið og sýna varkárni í hvívetna.

Íbúar eru ennfremur beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum Veðurstofu, lögreglu og almannavarna. Enginn að vera á ferli eftir kl. 15.00 nema brýna nauðsyn beri til en eins og spár líta nú út og er gert ráð fyrir að óveðrið skelli fyrst á Seltjarnarnesi, vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur og að veðrið geti orðið hvað verst á þessu svæði af höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að fylgjast með nýjustu upplýsingum á: https://www.vedur.is/vidvaranir


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?