Fara í efni

Viðgerð á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd

Nú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd rétt hjá Hákarlahjallinum en verulega hefur kvarnast upp úr honum og garðurinn látið á sjá. 

Viðgerðir á sjóvarnagarðiNú standa yfir viðgerðir á sjóvarnargarðinum við Norðurströnd rétt hjá Hákarlahjallinum.

Að sögn Gísla Hermannssonar sviðsstjóra Umhverfissviðs hefur sjóvarnargarðurinn á þessum stað látið á sjá og kvarnast hefur verulega upp úr honum á nokkrum stöðum.

Vegagerðin sér um eftirlit með þessu viðhaldsverkefni sem mun standa yfir næstu vikur. JG vélar, Reykjavík sjá um framkvæmdina, en þeir áttu lægsta tilboð í verkið. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá verktakann að laga skörðin sem myndast hafa.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?