Fara í efni

Nýju umferðarljósin á mótum Nesvegar og Suðurstrandar orðin virk

Vegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við þessi fjölförnu gatnamót í því skyni að auka umferðaröryggi ekki síst fyrir gangandi hjólandi vegfarendur sem þvera gatnamótin.

Vegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við gatnamót Nesvegar og Suðurstrandar.

Umferðarljós sem stýra umferð um gatnamót Suðurstrandar og Nesvegar voru nýlega uppfærð í því skyni að auka umferðaröryggi, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem þvera gatnamótin.Töluverð umferð barna á leið í skóla og frístundir er um gatnamótin sem undirstrikar mikilvægi þess að þau séu útfærð á sem öruggastan hátt. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að leiðbeina börnum sínum um það hvernig nýju ljósin virka.

  • Hönnun gatnamótanna var yfirfarin með tilliti til staðsetningu umferðarljósa, breidd gönguþverana og aðgengins, m.a. hvað varðar aðgengi fyrir alla.
  • Umferðaljósunum var breytt þannig að rautt ljós logar fyrir ökumenn á meðan grænt ljós logar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem þvera ljósin.

  • Kalla þarf eftir grænu gönguljósi með því að ýta á hnapp.

  • Hægt er að kalla eftir lengri grænum tíma fyrir gönguljós með því að ýta á hnapp undir hnappaboxi, þurfi gangandi vegfarandi lengri tíma til að komast yfir gatnamótin.Götulýsing við gangbrautirnar hefur verið bætt.

Ljósin eru orðin virk og verið er að leggja lokahönd á yfirborðsfrágang. Veðrið og árstíminn hefur áhrif á lokafrágang sem á að klárast í vor. VSÓ ráðgjöf sá um hönnun og veitti ráðgjöf í verkefninu.

Nýju umferðarljósin á mótum Nesvegar og Suðurstrandar orðin virk

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?