
22.08.2023
Bæjarhátíð Seltjarnarness 2023
Dagana 26. ágúst - 3. september verður hin árlega bæjarhátíð með bæjargrillinu á Vallarbrautarróló, fjölskyldudegi í Gróttu og fleiri viðburðum til að auðga bæjarlífið.

21.08.2023
Laust starf verkefnastjóra umhverfismála
Leitum að öflugum og drífandi einstaklingi með óbilandi áhuga á að fegra ásýnd bæjarins, koma að hvers kyns náttúru- og umhverfismálum, stýra vinnuskólanum, ýmsum stefnumarkandi verkefnum o.fl. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk.

21.08.2023
Félags- og heimaþjónusta Laust starf
Óskað er eftir fólki til að sinna félagslegum innlitum í heimaþjónustu um kvöld og helgar. Umsóknarfrestur er til 4. september nk.

18.08.2023
Bæjarstjórnarfundur 23. ágúst dagskrá
Boðað hefur verið til 969. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 23. ágúst 2023 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

18.08.2023
Tafir á umferð - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2023
Einstefnuakstur verður frá kl. 8.00 og framundir hádegi á hlaupaleiðinni um Nesið (strætóleiðin) auk þess sem gera má ráð fyrir því að götur geti lokast alveg þegar að mesti fjöldinn fer framhjá.

15.08.2023
Lokun á heitu vatni 15. ágúst á Skólabraut og Kirkjubraut
Íbúar Skólabrautar og Kirkjubrautar athugið! Lokað verður fyrir heitt vatn á Skólabraut og Kirkjubraut í dag þriðjudaginn 15. ágúst frá kl. 10:00 vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

14.08.2023
Uppskerukvöld skapandi sumarstarfa á Seltjarnarnesi
Miðvikudaginn 16. ágúst kl. 20:00 í Mýrarhúsaskóla ætla ungmenni sem unnið hafa að skapandi sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ að bjóða bæjarbúum að sjá afraksturinn af þeirri vinnu.

14.08.2023
Rannsókn á rakaástandi og innivist í Mýrarhúsaskóla og fyrstu aðgerðir
Sérfræðingar verkfræðistofunnar Eflu hafa skilað skýrslu um stöðu mála í Mýrarhúsaskóla en rannsókn á rakaástandi þar og innivist var framkvæmd í sumar líkt og í Valhúsaskóla. Unnið er hörðum höndum að fyrsta viðbragði fyrir báðar byggingarnar svo að skólastarf geti hafist á réttum tíma.

14.08.2023
Öflugir sjálfboðaliðar hreinsa fjöruna á Nesinu
Undanfarna daga hafa öflugir sjálfboðaliðar á vegum SEEDS Iceland unnið við að hreinsa fjöruna við Seltjarnarnes. Ekki veitti af miðað við gríðarlegt magn af alls kyns rusli sem safnaðist en myndirnar sýna aðeins brotabrot af því.

11.08.2023
Loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins
Sameiginleg loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið formlega undirrituð – stefnt skal að kolefnishlutleysi árið 2035.