
13.06.2023
Dreifing á nýjum sorptunnum hefst 14. júní
Á morgun miðvikudag verður byrjað að dreifa fyrstu flokkunartunnunum í íbúa. Dreifingin er svæðaskipt, byrjað á svæði 1 og mun taka 10-14 daga að klára allt Seltjarnarnesið.

10.06.2023
Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 13. júní
Flokkstjórar vinnuskólans taka á móti þeim ungmennum sem skráð eru í vinnuskólann á Vallarbrautarróló þann 13. júní samkvæmt fyrirkomulagi hvers árgangs fyrir sig.

09.06.2023
Frestun á upphafsdegi Vinnuskólans
Vegna verkfalls BSRB er því miður nauðsynlegt að fresta upphafsdegi Vinnuskólans á áður auglýstum tíma en hann átti að hefjast mánudaginn 12. júní nk. Ný tímasetning verður kynnt þegar að verkfallinu lýkur.

09.06.2023
Bæjarstjórnarfundur 14. júní dagskrá
Boðað hefur verið til 967. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 14. júní í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

06.06.2023
Vinnuskóli Seltjarnarness hefst mánudaginn 12. júní
Flokkstjórar vinnuskólans taka á móti þeim ungmennum sem skráð eru í vinnuskólann á Vallarbrautarróló þann 12. júní samkvæmt fyrirkomulagi hvers árgangs fyrir sig.

05.06.2023
Áhrif verkfalls BSRB á starfsemi Seltjarnarnesbæjar frá 5. júní
Verkfallsaðgerðir hafa nú áhrif á starfsemi bæjarskrifstofu, leikskóla og þjónustumiðstöðvar. Þjónustuver bæjarins er lokað og bent á heimasíðu bæjarins varðandi upplýsingar um þjónustu, opnunar- og símatíma sem og ýmiss símanúmer og netföng.

02.06.2023
Aðstoðaleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness
Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka þekkingu og skýra framtíðarsýn á starfsemi leikskóla til að leiða nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu leikskólastarfi. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk.

30.05.2023
Gámar fyrir trjágreinar dagana 1.-4. júní
Bæjarbúum býðst að losa sig við afklippur af trjám í sérstaka gáma sem settir verða upp á þremur stöðum í bænum dagana 1.-4. júní nk. Staðsetning gámanna eru á bílastæði við Eiðistorg, við smábátahöfnina á Suðurströnd og á Norðurströndinni til móts við Lindarbraut.

30.05.2023
Laus störf á Ungbarnaleikskóla Seltjarnarness
Óskað er eftir að ráða í 50-100% störf leikskólakennara / þroskaþjálfa / leikskólaliða á leikskólanum. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk.

26.05.2023
Sérfræðingar aðstoða við nýju flokkunartunnurnar
Það er kraftur í sérfræðingunum frá Specialisterne á Íslandi sem aðstoða okkur við undirbúning á innleiðingu nýja flokkunarkerfisins og greinilegt að hér eru engir aukvisar á ferð.

26.05.2023
Skólabrekka nýtt leikskólahúsnæði á Skólabraut 1
Unnið er að því að reisa nýjar færanlegar einingar fyrir Leikskóla Seltjarnarness á lóðinni Skólabraut 1 í tengslum við fyrirhugaða byggingu á nýjum leikskóla.

25.05.2023
Nýr leikskóli rís á Seltjarnarnesi
Markvisst hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar leikskólabyggingar á Seltjarnarnesi og þessa dagana er verið að kynna afrakstur þeirrar vinnu. Frumhönnun leikskólans "Undrabrekku" er að klárast og fullnaðarhönnun að taka við. Ráðgert að framkvæmdum ljúki á seinni hluta árs 2025.