04.01.2023
Óskað eftir ábendingum vegna kjörs íþróttamanns Seltjarnarness 2022
ÍTS óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi fyrir 10. janúar 2023 um íþróttamann sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
03.01.2023
Seltjarnarnesbær hættir að hirða jólatré
Ákveðið hefur verið að Seltjarnarnesbær muni ekki hirða jólatré bæjarbúa eins og undanfarin ár. Íbúum er þess í stað bent á að fara með þau beint í Sorpu eða að hafa samband við Gróttu en íþróttafélagið býðst, í fjáröflunarskyni, til að sækja jólatré til þeirra sem þess óska.
02.01.2023
Tímabundin lokun á köldu vatni í Bollagörðum kl. 13 í dag 2. janúar
Vegna viðgerða verður lokað fyrir kalda vatnið í stutta stund mánudaginn 2. janúar frá kl. 13. Lokunin nær til allra húsa í Bollagörðum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Vatnsveita Seltjarnarness.
01.01.2023
Gleðilegt nýtt ár 2023
Seltjarnarnesbær óskar íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum farsældar og gæfu á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem var að líða.
30.12.2022
Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30
Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld með fyrirvara um að veður verði í lagi. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð.
30.12.2022
Sund um áramótahelgina
Sundlaug Seltjarnarness verður opin frá kl. 8:00-12:30 á gamlársdag en lokað verður á nýársdag. Hefðbundin opnunartími þann 2. janúar nk.
27.12.2022
Tafir á sorphirðu vegna ófærðar
Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnum sínum og tryggja gott aðgengi að þeim svo hægt verði að losa þær.
23.12.2022
Sorphirða um hátíðarnar
Á heimasíðunni undir "sorphirða" má sjá hvenær losun sorps er áætluð á milli jóla og nýárs á Seltjarnarnesi
20.12.2022
Tíminn og snjórinn - glænýtt jólalag
Nokkrir nemendur í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla tóku sig til og sömdu og gáfu út fallegt jólalag sem verkefni í hringekju í skólanum.