Fara í efni

Félags- og heimaþjónusta Laust starf

Óskað er eftir fólki til að sinna félagslegum innlitum í heimaþjónustu um kvöld og helgar. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
Íbúðakjarni eldri bæjarbúa að Skólabraut 3-5
Íbúðakjarni eldri bæjarbúa að Skólabraut 3-5

Fjölskyldusvið Seltjarnarnesbæjar leitar eftir fólki til að sinna félagslegum innlitum í heimaþjónustu á heimilum einstaklinga og í íbúðarkjarna á Skólabraut 3-5. Seltjarnarnesi um kvöld og helgar.

Starfssvið:

  • Heimaþjónusta
  • Innlit til íbúa, lyfjagjöf og ýmis aðstoð

Hæfniskröfur:

  • Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 2003 eða fyrr)
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði
  • Tillitsemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Bíll til afnota í starfi er nauðsyn.

Fríðindi í starfi:

  • Samgöngustyrkur
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Afsláttur á korti í World Class
  • Sundkort á Seltjarnarnesi
  • Bókasafnskort

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagbjört Lind Orradóttir, dagbjort.l.orradottir@seltjarnarnes.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi SNS og Eflingar stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 10. maí næstkomandi og skal umsóknum skilað inn í gegnum ráðningavef bæjarins.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?