15.12.2022
Fjárhagsáætlun 2023 samþykkt. Grunnþjónusta í forgangi.
Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2023 var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar við síðari umræðu miðvikudaginn 14. desember 2022.
Þriggja ára áætlun 2024-2026 var einnig samþykkt.
13.12.2022
Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður
Í gær, 12. desember, skrifuðu bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.
10.12.2022
Skemmtileg jólahátíð bókasafnsins
Það var mikil stemning á jólahátíð bókasafnsins sem haldin var í vikunni þegar að jólin voru spiluð inn á jólatónstöfum, jólasveinar komu í heimsókn og dansað var í kringum bókajólatréð.
06.12.2022
Jólatónleikar tónlistarskólans
Mikil stemning og húsfyllir í þrígang þegar að Tónlistarskóli Seltjarnarness gat loks haldið sína árlegu jólatónleika á laugardaginn, þá fyrstu í þrjú ár.
06.12.2022
Nýtt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi á Seltjarnarnesi vorið 2023
Árið 2023 munu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi. Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem taka gildi um áramótin, verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír, plastumbúðir, lífrænan úrgang (matarleifar) og blandaðan úrgang.
05.12.2022
Trönurnar teknar niður til varðveislu í vetur
Trönurnar féllu niður niður að hluta í stórviðrinu í haust og tóku Trönuvinir það sem eftir stóð svo ekki fari verr í vetur.
01.12.2022
Til hamingju með nýjan vef
Í dag 1. desember 2022 eru mikil tímamót þegar í loftið er komin ný, endurbætt og glæsileg heimasíða bæjarins segir bæjarstjóri.
01.12.2022
Skemmtilegt rithöfundakvöld
Velheppnað rithöfundakvöld var haldið á bókasafninu nýverið en um er að ræða einn af árvissu hápunktunum fyrir jólin.
15.11.2022
Framkvæmdir Veitna á háspennustreng við Lindarbraut og Nesbala
Lagfæringar á háspennustreng sem liggur um göngustíg frá dælustöðinni við Lindarbraut að Nesbala hefjast á fimmtudag, verktími er 2-3 vikur. Settar hafa verið upp hjáleiðir og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega.
27.10.2022
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023 - opið fyrir umsóknir og tilnefningar
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum og/eða
tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023.