Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 30. apríl og hvetur Seltjarnarnesbær bæjarbúa til að taka þátt í að fegra bæinn okkar um leið og notið er útivistar.
Tilvalið er að plokka í nærumhverfi hvers og eins, skella sér í fjörurnar, á Vestursvæðin, opnu svæði bæjarins eða bara þar sem þörf krefur.
Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness ætlar til að mynda að plokka í og við Gróttu á milli kl. 10 og 12.
Sjá nánari upplýsingar í viðburði á heimasíðu þeirra.
Nota þarf glæra ruslapoka
Plokkarar eru vinsamlegast beðnir um að nota glæra ruslapoka í plokkinu til að einfalda flokkun og urðun. Í boði er að sækja glæra poka í þjónustumiðstöðina, Austurströnd 1, föstudaginn 28. apríl frá kl. 8-14.
Plokkurum stendur til boða að skilja poka með því rusli sem safnast í plokkinu eftir við ruslafötur á gönguleiðum Seltjarnarnesbæjar auk þess sem senda má ábendingu með mynd í gegnum ábendingagátt bæjarins á heimasíðunni, um hvar plokkpokana er að finna. Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar munu sækja pokana strax eftir helgina.
Afhverju að plokka?
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Einstaklingsmiðað
- Hver á sínum hraða
- Hver ræður sínum tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Fegrar nærsamfélagið
- Öðrum góð fyrirmynd
Plokktrixin í bókinni samkvæmt plokk.is
- Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
- Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
- Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
- Klæða sig eftir aðstæðum.
- Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
- Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
- Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.