Margrét hefur verið ráðin leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness. Hún er Seltirningum að góðu kunn þar sem hún hefur starfað við Leikskóla Seltjarnarness sl. 20 ár og hefur öðlast góða innsýn í uppbyggingu leikskólastarfsins, starfshætti, skipulag og rekstur skólans í gegnum árin.
Margrét hefur gegnt hlutverki leikskólastjóra í afleysingum frá því í september 2021 og þar áður einnig á árunum 2018 og 2019. Margrét var áður aðstoðarleikskólastjóri frá árinu 2017.
Margrét hefur öðlast góða innsýn í uppbyggingu leikskólastarfsins, starfshætti, skipulag og rekstur skólans í gegnum árin. Hún hefur auk þess verið virkur þátttakandi í undirbúningi að byggingu nýs leikskóla, sem er eitt stærsta verkefnið sem Leikskóli Seltjarnarness stendur frammi fyrir í dag. Margrét er því vel í stakk búin til þess að leiða samstarfsfólk, börn og foreldra í gegnum þær breytingar sem komandi mánuðir og ár bjóða upp á. Þá hefur hún haft tengsl við samstarfsaðila skólans í áraraðir.
Margréti er óskað velfarnaðar í starfi.