Ellen Calmon hefur verið ráðin sem fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarness og hóf hún störf í apríl. Ellen er menntaður grunnskólakennari og hefur hafið MPA nám í Háskóla Íslands.
Ellen Calmon hefur verið ráðin sem fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarness og hóf hún störf í apríl. Ellen er menntaður grunnskólakennari og hefur hafið MPA nám í Háskóla Íslands. Hún hefur alllanga og fjölbreytta starfsreynslu af almennum markaði sem og opinberri stjórnsýslu, meðal annars sem ritari þriggja borgarstjóra í Reykjavík.
Síðast gegndi hún verkefnisstjórastöðu á Þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar meðal annars við að ritstýra starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins sem telur um 900 starfsmenn hjá mörgum ólíkum starfseiningum. Ellen hefur einnig komið að starfi leiklistarfélaga og fleiri þáttum menningarstarfs. Capacent sem sá um ráðningarferlið mat Ellen sem hæfasta umsækjandann um stöðuna.