Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2006 á fundi sínum hinn 25. apríl síðast liðinn. Samkvæmt ársreikningnum er afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2006 sú besta sögu bæjarfélagsins en Seltjarnarnes býr nú við meiri fjárhagslegan styrk en flest sveitarfélög landsins.
Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja árið 2006 námu tæpum 2.000 mkr. og vaxa skatttekjur um 4,5% milli ára þrátt fyrir lækkun útsvars og fasteignagjalda. Gjöld samstæðunnar vaxa um 15% á milli ára en eru einungis um 3,5% umfram fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs fyrir árið 2006 nam rúmum 1.750 milljónum króna og samstæðunnar 1.705 milljónum króna sem er 500 milljónum króna meira en fjárhagsáætlun bæjarins gerði ráð fyrir.
Veltufé frá rekstri nemur um 35% af tekjum bæjarsjóðs og undirstrikar peningalegan styrk Seltjarnarnesbæjar sem aldrei hefur verið meiri. Veltufjárhlutfall bæjarins styrktist á milli áranna 2005 og 2006 og hækkaði úr 3,2 í árslok 2005 í 8,30 í árslok 2006 sem er töluvert fyrir ofan lágmarkið 1,0. Engin lán voru tekin til framkvæmda á árinu frekar en áður. Bæjarsjóður á nú um 1.200 milljónir króna á innlánsreikningum viðskiptabanka sinna og nýtir vaxtatekjur til framkvæmda.
Eignir bæjarjóðs vaxa um rúmar 1.800 mkr. og eigið fé hækkar um röskar 1.750 mkr. á milli ára Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs í árslok var 76,33% en samstæðunnar um 65% Langtímaskuldir bæjarins hafa lækkað hratt síðustu ár og nema nú um 300 mkr.
Í bókun minnihlutans var bent á að afkoma bæjarfélagsins helgaðist af óreglulegum liðum eins og sölu á eignum. Ef horft væri fram hjá því væri afkoma bæjarins svipuð og undanfarin ár.
Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar árið 2006 460 kb