Hópar úr unglingavinnunni fara í félagsmiðstöðina Selið í hverri viku og einn hópurinn vann að því að skipuleggja viðburði í samstarfi við eldri borgara á Skólabraut á dögunum.
Hópar úr unglingavinnunni fara í félagsmiðstöðina Selið í hverri viku og einn hópurinn vann að því að skipuleggja viðburði í samstarfi við eldri borgara á Skólabraut á dögunum.
Unglingarnir í Selinu fóru í sl. viku með kökur upp á Dagvist aldraðra og spiluðu félagsvist við eldri borgara þar.
Heimskóknin tókst vel og þóttu skemmtileg tilbreyting fyrir báðar kynslóðir frá því sem þær gera dagsdaglega. Stefnt verður að því að gera félagsvistina að föstum viðburði á tveggja vikna fresti í sumar.