Fara í efni

Friðarhlaupið hófst á Seltjarnarnesi í dag

Fulltrúar friðarhlaupsins á Íslandi árið 2011 heimsóttu Seltjarnarnes í dag. Krakkarnir í unglingavinnunni fengu stuttan fyrirlestur um tilgang og markmið friðarhlaupsins.

Fulltrúar friðarhlaupsins á Íslandi árið 2011 heimsóttu Seltjarnarnes í dag. Krakkarnir í unglingavinnunni fengu stuttan fyrirlestur um tilgang og markmið friðarhlaupsins.

Friðarhlaupið (Word harmony run) er alþjóðlegur grasrótarviðburður sem snertir líf milljóna manna.

Hlauparar Friðarhlaupsins á Íslandi heimsækja skóla, hlaupahópa, ungmennafélög og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið.

Í öllum þessum heimsóknum er takmarkið um frið á jörð í hávegum haft, en auk þess votta hlaupararnir virðingu sína þeim sem vinna að sátt og samlyndi í sínu eigin samfélagi.

Fulltrúar Friðarhlaupsins gróðursettu Seljureynir í Bakkagarði og gáfu bænum að gjöf, sem merki um að tilgangur hlaupsins er að stuðla að náungarkærleik milli fólks af öllu þjóðerni og hjálpa til við að styrkja bönd alþjóðlegrar vináttu og einingar.

Hlaupið hófst á Seltjarnarnesi 5. júlí en samtals munu hlaupararnir hlaupa 2700 km hring í kringum Ísland á tveimur vikum.

Nánar má fylgjast með hlaupinu á netinu: www.worldharmonyrun.org


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?