Gengið hefur verið að tilboði Viðhaldsmeistarans ehf. um lagfæringar á húsnæðinu og mun verkið hefjast 1. júlí nk. Farið verður í steypu og gluggaviðgerðir ásamt málun á húsinu.
Viðhaldsframkvæmdir á húsnæði Heilsugæslunnar, Tónlistarskólans og Selsins við Suðurströnd 12.
Gengið hefur verið að tilboði Viðhaldsmeistarans ehf. um lagfæringar á húsnæðinu og mun verkið hefjast 1. júlí nk. Farið verður í steypu og gluggaviðgerðir ásamt málun á húsinu.
Áætlað er að verkinu ljúki fyrir 1. nóvember 2011.
Verktakar munu hafa vinnuaðstöðu við bílaplan Tónlistarskólans við Skólabraut.
Haukur Geirmundsson, sviðstjóri stýrir verkefninu fyrir hönd bæjarins.