Seltjarnarnesbær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september. Alla miðvikudaga í september getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land.
Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Allar upplýsingar um göngustaði og gönguleiðir annars staðar á landinu má finna á vef verkefnisins www.fi.is/lydheilsa
Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Göngur á Seltjarnarnesi og nágrenni.
Boðið verður upp á göngur miðvikudagana 6., 13., 20. og 27. september kl. 18:00.
Miðvikud. 06. sept. kl. 18:00– Stríðsminjar. Valhúsahæð að Suðurnesi.
Upphafsstaður: Seltjarnarneslaug. Fræðsla – Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur
Vegalengd 5,5 km
Miðvikud. 13. sept. kl. 18:00– Læknisgata, Ánanaust, Framnesvegur að Landakoti.
Upphafsstaður: Seltjarnarneslaug. Fræðsla – Jón Ólafur Ísberg, sagnfræðingur.
Vegalengd 5 – 5,5 km
Miðvikud. 20 sept. kl. 18:00– Frá verbúðum til golfvallar.
Upphafsstaður: Sundlaug Seltjarnarness. Fræðsla – Kristinn Ólafsson, formaður Golfklúbbs Ness.
Vegalengd 5, 8 km
Miðvikud. 27. sept. kl. 18:00 – Náttúra og minjar í Gróttu og nágrenni.
Upphafsstaður: Bílaplan v/Gróttu (Snoppa). Fræðsla – Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
Vegalengd 4,8 km
Seltirningar eru hvattir til að taka þátt í göngunum þar sem boðið verður upp á fróðleik, auðvelda hreyfingu og umfram allt góðan félagsskap göngumanna.
Allar upplýsingar um göngustaði og gönguleiðir annars staðar á landinu má finna á vef verkefnisins www.fi.is/lydheilsa. Þar gefst almenningi einnig kostur á að skrá sig í lukkupott sem dregið verður úr í október og geta heppnir göngugarpar hreppt glæsilega vinninga.