Fanney Hauksdóttir varði Evrópumeistaratitil sinn í bekkpressu í -63 kg. flokki á La Manga á Spáni á laugardaginn. Fanney hefur orðið Evrópumeistari í greininni síðustu þrjú ár, sem er frábær árangur.
Fanney lyfti 155 kílóum strax í fyrstu lyftu og nægði það til sigurs. Hún reyndi tvívegis við 160 kíló, sem hefði verið hennar besti árangur og þar með nýtt Íslands- og Norðurlandamet, en það tókst ekki að þessu sinni.
Fanney keppir ekki meira á árinu, en hún ætlar að æfa vel á næstu vikum og mánuðum fyrir næstu mót á nýju ári.
Þess má geta að hún er dóttir hjónanna, Hauks Geirmundssonar íþróttafulltrúa bæjarins og Guðrúnu Brynju Vilhjálmsdóttur.
Úrslit European Women´s Bench Press Chanpionship La Manga á Spáni 11. – 15. október sl.
1. | Hauksdottir Fanney | 1992 | Iceland | 157.5 | |
2. | Nelyubova Valentina | 1966 | Russia | 142.5 | |
3. | Krueger Sonja-Stefanie | 1999 | Germany | 132.5 | |
4. | Pizniak Natalia | 1992 | Ukraine | 130.0 | |
5. | Wienroither Bianca | 1984 | Austria | 120.0 |