Fara í efni

Minnum á örugga gönguleið barna frá Mýrarhúsaskóla að íþróttamiðstöðinni

Til að tryggja öryggi barna og annarra vegfarenda á framkvæmdatíma íþróttamiðstöðvarinnar er gönguleið nemenda skólans er afmörkuð um göngustíg sem liggur um lóðirnar Hrólfsskálamel 2-8 og 10-18 (merkt með gulu á myndinni) 

Minnum á að á meðan á framkvæmdartíma við íþróttamiðstöðina stendur er hefðbundin gönguleið barna frá Mýrarhúsaskóla og að íþróttamiðstöðinni lokuð sem er nauðsynlegt til að tryggja öryggi barnanna og annarra gangandi vegfarenda. Gönguleið nemenda skólans er afmörkuð um göngustíg sem liggur um lóðirnar Hrólfsskálamel 2-8 og 10-18, merkt með gulu á myndinni. Börnin ganga ennfremur inn í íþróttamiðstöðina inn um bráðabirgðainngang í gegnum sundlaugina (sjá hring), meðan á framkvæmdum stendur.

Vegfarendur eru áfram vinsamlegast beðnir um að taka sérstakt tillit til aðstæðna og eigendum bifreiða er bent á að nýta sér bílastæði við leikskóla, Valhúsaskóla og heilsugæslu sem og taka tillit til gangandi umferðar.

Gönguleið frá Mýrarhúsaskóla


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?