Fara í efni

Aðgerðaráætlun gegn hávaða

Samkvæmt reglugerð nr. 1000/2005 ber Seltjarnarnesbæ að auglýsa aðgerðaráætlun gegn hávaða og kynna hana með almennum hætti í sveitarfélaginu. Reglugerðin byggir á tilskipun 2002/49/EB um mat og stjórn á hávaða í umhverfinu

Samkvæmt reglugerð nr. 1000/2005 ber Seltjarnarnesbæ að auglýsa aðgerðaráætlun gegn hávaða og kynna hana með almennum hætti í sveitarfélaginu. Reglugerðin byggir á tilskipun 2002/49/EB um mat og stjórn á hávaða í umhverfinu.

Aðgerðaráætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árunum 2013 og 2017. Áætlunin hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans.

Bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við áætlunina. Athugasemdir skulu berast Seltjarnarnesbæ, Austurströnd 2 eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is fyrir 31. október 2018.

Aðgerðaráætlunin verður til kynningar á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar og í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, frá 3. október – 31. október 2018.

Að kynningu lokinni verða athugasemdir teknar til umfjöllunar og tekið tillit til þeirra eftir atvikum. Öllum athugasemdum verður svarað. Endanleg áætlun verður afgreidd af bæjaryfirvöldum.

Aðgerðaráætlun gegn hávaða 2018-2023 - drög

Hávaðakort í 4 metra hæð


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?