Fara í efni

Rauntímateljari kominn upp við göngu- og hjólastíg á Norðurströndinni

Settur hefur verið upp rauntímateljari við göngu- og hjólastígana á Norðurströndinni til móts við bensínstöðina og er um að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Settur hefur verið upp rauntímateljari við göngu- og hjólastígana á Norðurströndinni til móts við bensínstöðina. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hófst með uppsetningu rauntímateljara við bæjarmörkin norðanmegin í Reykjavík fyrir ári síðan en nú hafa verið settir upp um það bil 20 teljarar innan höfuðborgarsvæðisins við valda hjóla og göngustíga. 


Rauntímateljararnir þykja kjörið hjálpartæki til að skrá fjölda gesta á hinum ýmsu stöðum víðsvegar um land, greina þarfir viðkomandi svæða og gera áætlanir um úrbætur og öryggismál. Með teljurunum er hægt að fá talningaupplýsingar á rauntíma inn í þar til gerðan gagnagrunn svo með þessu móti er stuðst við raunhæf gögn í skipulagningu en ekki hugsanlega margra mánaða eða ára gömul. 

Gert er ráð fyrir því að fyrstu talningar fyrir Seltjarnarnesbæ ættu að ligga fyrir fljótlega og verður áhugavert að sjá þær niðurstöður.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?