Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar árið 2018

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í ár fjórar umhverfisviðurkenningar þ.e. fyrir garð, tré og götu ársins sem og fyrir endurbætur á eldra húsnæði. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar fimmtudaginn 18. október sl.

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í ár fjórar umhverfisviðurkenningar þ.e. fyrir garð, tré og götu ársins sem og fyrir endurbætur á eldra húsnæði. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar fimmtudaginn 18. október sl.

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti á dögunum fjórar umhverfisviðurkenningar m.a. fyrir endurbætur á eldra húsi við Lindarbraut 26. Endurbætur hússins hafa tekist einstaklega vel. Það er stílhreint og smekklega frágengið. Húsið og umhverfi þess tónar vel saman og fegrar götumyndina. Eigendur: Grímkell Pétur Sigurþórsson og Hildur María Gunnarsdóttir.

Umhverfisviðurkenning 2018

Garður ársins er við Víkurströnd 9. Garðurinn er fallegur og vel við haldið með fjölbreyttan gróður. Hann gefur eigendum sínum gott vitni og endurspeglar natni við umhirðu hans. Eigendur: Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Hallvarður Einar Logason.

Umhverfisviðurkenning 2018

Tré ársins er við Selbraut 8. Tré ársins er Alaskaösp. Hún hefur einstaklega fallegan vöxt, er há, reisuleg og gefur umhverfi sínu fallega mynd. Síðustu ár hefur tréð verið fallega skreytt jólaljósum sem gefur birtu í skammdeginu og hátíðlegan svip. Eigendur: Halldór Gunnlaugsson og Lovísa Guðbjörg Ásgeirsdóttir.

Umhverfisviðurkenning 2018

Gata ársins er Hofgarðar. Götumyndin er fögur, garðar eru vel hirtir og þeim vel við haldið. Heildarsýn götunnar er hin glæsilegasta.

Umhverfisviðurkenning 2018


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?