Fara í efni

Frí námsgögn í Grunnskóla Seltjarnarness

Enga innkaupalista er að sjá á heimasíðu Grunnskóla Seltjarnarness í haust þar sem nemendum verða nú lögð til námsgögn foreldrum að kostnaðarlausu samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar sl. vor.

Enga innkaupalista er að sjá á heimasíðu Grunnskóla Seltjarnarness í haust þar sem nemendum verða nú lögð til námsgögn foreldrum að kostnaðarlausu samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar sl. vor. Í fyrra voru námsgögn veitt öllum nemendum í 1. – 6. bekk og nú verður skrefið tekið til fulls og allir nemendur fá úthlutað ritföngum, stílabókum, reikningsbókum, möppum, vinnubókum, blöðum, pappír og fá aðgang að litum, vasareiknum og fleiru.

Rúmlega sextíu börn hefja skólagöngu sína nú í haust og gert er ráð fyrir að nemedur verði alls um 550 talsins.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?