Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar um tilslakanir á takmörkunum er varða íþróttastarf fullorðinna sem taka gildi þann 4. maí 2020. Sjá nánar:
Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar um tilslakanir á takmörkunum er varða íþróttastarf fullorðinna sem taka gildi þann 4. maí 2020 og standa til 1. júní að öllu óbreyttu.
Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar
- Eru lokaðar almenningi.
Æfingar og keppnir
- Æfingar og keppnir skipulagðs íþróttastarfs eru heimilar án áhorfenda með þeim takmörkunum að snertingar eru óheimilar og halda skal 2 metra bili á milli einstaklinga.
- Notkun á sameiginlegum búnaði, einkum þeim sem snertur er með höndum, skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa hann á milli notkunar.
- Óheimilt er að nota búningsklefa, sturtuklefa og aðra inniaðstöðu aðra en íþróttasal og salernisaðstöðu.
Skipulagt íþróttastarf innandyra:
- Við skipulagt íþróttastarf innandyra mega ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman í einu rými, sem skal vera a.m.k. 800 m².
- Við skipulagt íþróttastarf utandyra mega ekki fleiri en sjö einstaklingar æfa eða leika saman í hópi.
- Séu fleiri hópar við æfingar á sama svæði skal miða við að hver hópur hafi um 2.000 m² til umráða.
- Sundæfingar eru heimilaðar fyrir allt að sjö manns í einu, hvort sem er inni eða úti, og notkun búnings- og sturtuaðstöðu eftir því sem þörf krefur.
Sjá nánar: