Frá því að fyrst þurfti að bregðast við aðstæðum vegna Covid-19 faraldursins hefur gríðarlega margt verið gert innan Seltjarnarnesbæjar til að tryggja órofna þjónustu, uppfylla tilmæli sóttvarnalæknis og miðla upplýsingum. Hér má sjá stutt yfirlit yfir það helsta.
Upplýsingar um neyðarstjórn og þjónustu Seltjarnarnesbæjar vegna Covid 19
Á vefnum http://www.covid.iss er að finna upplýsingar fyrir almenning um Covid19 veirufaraldurinn.
Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar:
- Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri
- Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Gunnar Lúðvíksson sviðsstjóri fjármálasviðs
- María Björk Óskarsdóttir sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs
- Haukur Geirmundsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Mikilvægar tilkynningar og upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins:
Vegna neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi og samkomubanns vegna COVID-19 veirunnar hefur Seltjarnarnesbær gripið til fjölmargra nauðsynlegra aðgerða sem miða eiga að því að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins til að halda uppi samfélagslega mikilvægri þjónustu og starfsemi.
Allar aðgerðir sveitarfélagsins miða að því að tryggja öryggi íbúa og starfsfólks með áherslu á þá þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum viðbragðsstigum. Stofnanir Seltjarnarnesbæjar eru 12 talsins á um 22 starfstöðvum.
Hafa stjórnendur skóla, heimila og stofnana þegar virkjað sínar viðbragðsáætlanir og gripið til samræmdra viðbragða í takt við tilmæli og leiðbeiningar Landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarna.
Upplýsingamiðlun til íbúa og starfsmanna:
Ofur áhersla hefur verið lögð á upplýsingamiðlun bæði til starfsmanna og íbúa bæjarins á þeim tíma er neyðarstig almannavarna hefur verið í gildi. Öllum almennum og sérsniðnum upplýsingum, tilkynningum og gögnum hefur verið miðlað beint til viðeigandi starfsmannahópa eftir því sem þær berast frá almannavörnum. Allt kapp er lagt á samræmdar upplýsingar og aðgerðir sveitarfélaganna í þessum efnum og samráð haft.
Sama á við um upplýsingamiðlun til íbúa en öllum upplýsingum til þeirra er miðlað eins hratt og kostur er bæði í gegnum heima- og fésbókarsíðu Seltjarnarnesbæjar. Ennfremur eru sendir út tölvupóstar frá mismunandi stofnunum eftir því sem við á.
Aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti:
Íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi við stofnanir Seltjarnarnesbæjar hvattir til að senda tölvupóst eða hringja til að takmarka komur á starfstöðvar sem eru lokaðar utanaðkomandi með einum eða öðrum hætti. Netfang þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar er postur@seltjarnarnes.is og sími: 5959-100. Hægt er að skila gögnum og reikningum í gegnum póstlúgu.
Ítarlegar upplýsingar um starfsemi og starfsmenn sveitarfélagsins er að finna á vef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is auk þess sem hægt er að nálgast umsóknir eða gögn á MÍNUM SÍÐUM.
Seltjarnarnesbær á fésbókarsíðu þar sem settar eru inn allar almennar tilkynningar og upplýsingar fyrir íbúa.
Almennt um viðbrögð Seltjarnarnesbæjar á starfsstöðvum
- Skilgreining hópa. Þar sem ekki er alveg lokað hefur starfsstöðvum hefur verið skipt í hópa eða hólf til að lágmarka fjölda og skörun. Fjarvinna í boði hjá þeim sem það geta.
- Lágmörkun flæðis og funda milli starfsfólks. Áhersla er lögð á fjarfundi hjá starfsmönnum, nefndum og ráðum og lokað á umgang milli starfseininga og sótthreinsihólfa.
- Umgengni á starfsstöðvum. Heilsast er með brosi og kveðju en ekki handabandi. Allir sameiginlegir snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega samkvæmt leiðbeiningum frá Embætti landlæknis.
- Viðburðir og kynningarfundir. Öllum viðburðum hefur verið aflýst eða þeim frestað um óákveðinn tíma.
- Móttaka erinda og beiðna. Áhersla er lögð á afgreiðslu beiðna, erinda og mála í gegnum rafrænar leiðir.
Nánari mikilvægar upplýsingar um áhrif Covid19 á þjónustu og starfsstöðvar Seltjarnarnesbæjar
Bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar:
Vegna COVID-19 er fyrirkomulag þjónustu bæjarskrifstofunnar að Austurströnd 2 með breyttu sniði frá og með 16. mars. Húsnæði bæjarskrifstofunnar er lokað fyrir utanaðkomandi nema í alveg sérstökum tilvikum
- Viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver Seltjarnarnesbæjar eru hvattir til að senda tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is eða hringja í s. 5959-100.
- Þjónustuverið er opið frá kl. 8-16 alla virka daga en til 14.00 á föstudögum.
- Hægt er að skila gögnum og reikningum í gegnum póstlúgu.
Félagsþjónusta / Barnavernd:
Aðgengi að húsnæði fjölskyldusviðs í gamla Mýró hefur verið takmarkað en starfsemin sem slík er opin og órofin. Hér er meðal annars átt við barnavernd, félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, þjónustu við fatlaða, aldraða, börn og fjölskyldur í bænum. Starfsmenn hafa verið beðnir um að nýta síma og aðrar snjalllausnir við veitingu þjónustu eins og hægt er í stað þess að taka viðtöl í húsinu. Ef taka þarf viðtöl er gætt að tveggja metra reglu samkomubanns almannavarna.
Á forsíðu heimasíðu Seltjarnarnesbæjar hefur verið bætt við hnapp og upplýsingasíðu er snýr að börnum með áhyggjur og tilkynningu til barnaverndar. Vakin sérstök athygli á 112 sem barnanúmerinu sem ávallt er hægt að hringja í og ná sambandi við barnavernd.
Skrifstofa Félagsþjónustu / Fjölskyldusviðs er einungis opin fyrir þá sem eiga pantaða viðtalstíma.
Bent er á símatíma og netföng starfsmanna til að óska eftir viðtali:
- Deildarstjóri félagsþjónustu og barnaverndar
Ragna Sigríður Reynisdóttir, Netfang: ragna.s.reynisdottir@seltjarnarnes.is
Símatími: Mánudaga og miðvikudaga, kl. 13:00 – 14:00 - Yfirfélagsráðgjafi
Ester Lára Magnúsdóttir. Netfang: ester.l.magnusdottir@seltjarnarnres.is
Símatími: Þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 13:00 – 14:00 - Deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu
Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Netfang: halldora.johannesdottir.sanko@seltjarnarnes.is
Símatími: Mánudaga til fimmtudaga, kl. 09:00 – 10:00
Sambýlið Sæbraut:
Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þann 7. mars var gengið í það að uppfylla öll skilyrði sóttvarna til tryggja órofna þjónustu fyrir þann viðkvæma hóp sem þar býr. Heimilið var hólfað niður í sóttvarnahólf og unnið samkvæmt viðbragðsáætlun á neyðarstigi. Heimsóknarbann tók strax gildi samkvæmt tilmælum yfirvalda.
Stuðningsþjónusta við eldra fólk – heimaþjónusta, matur og fleira:
Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þann 7. mars var gengið í það að uppfylla öll skilyrði sóttvarna til að vernda þennan viðkvæma hóp. Gerðar voru ráðstafanir til að tryggja að öll nauðsynleg þjónusta við aldraða héldist órofin sbr. heimaþjónusta, heimahjúkrun, stuðningsþjónusta og þjónustu í íbúðakjörnunum Skólabraut 3-5 og Eiðismýri 30. Breyting var gerð á fyrirkomulagi varðandi framreiðslu matar sem er nú sendur beint til íbúa í einnota matarbökkum.
Félagsstarf aldraðra, dagvistun og heimsóknarbann:
Samkvæmt tilmælum embættis landlæknis þann 7. mars sl. bar að fella niður allt félagsstarf og dagvistun aldraðra til að vernda þann viðkvæma hóp. Ennfremur var sett á heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum og í íbúðakjörnum aldraðra. Starfstöðvum félagsstarfs aldraðra að Skólabraut 3-5, Eiðismýri 30 og glerið í Félagsheimili Seltjarnarness var því lokað. Starfsmenn félagsstarfsins hafa með reglubundnum hætti hringt í aldraða einstaklingar til að kanna líðan og spjalla.
Hjúkrunarheimilið Seltjörn setti strax á heimsóknarbann og strangar reglur sem það hefur kynnt sérstaklega gagnvart aðstandendum heimilisfólksins á Seltjörn.
Leik- og grunnskólar:
Takmörkun á skólahaldi vegna Covid-19 er í gildi frá 16. mars – 4. maí 2020
Grunnskólinn:
Kennsla í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla fer fram í hópum með ekki fleiri en 20 nemendum í hverjum hópi. Ekki verður um blöndun hópa að ræða innan skóladagsins. Haldið er úti eins miklu skólastarfi og kennslu og kostur er við þessar aðstæður. Rafrænar lausnir notaðar m.a. í gegnum Google classroom. Skólastjórnendur og kennarar upplýsa foreldra og forráðamenn um fyrirkomulag skólahalds og kennslu í hverjum árangi í gegnum Mentor og tölvupósta.
Leikskólinn:
Lögð er áhersla á að halda starfsemi leikskólans gangandi á sem öruggastan hátt skv. tilmælum sóttvarnalæknis. Fjöldi barna í leikskólanum er takmarkaður og börnin eru bæði í sem minnstum hópum og aðskilin sem mest. Fyrirkomulag leikskólastarfs er endurskoðað reglulega með tilliti til aðstæðna og skólastjórnendur upplýsa foreldra og forráðamenn beint.
Skjólið og Frístund:
Skjólið er opið í framhaldi af skóladegi yngstu nemenda (1.- 2. bekk) en starfsemin er skert. Starfsemin fer fram í heimastofum hvers nemendahóps. Foreldrar og forráðamenn fá nákvæmar upplýsingar sendar til sín eftir því sem þörf krefur. Frístundin (3.-4. bekkur) er lokuð í ljósi aðstæðna.
Félagsmiðstöðin Selið og Skelin:
Selið og Skelin eru lokaðar frá 24. mars. Til að mæta félagsþörf unglinganna hefur verið unnið að því koma upp stafrænni opnun á hefðbundnum opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar og ungmennahúss sem og að útfæra klúbbastarf með rafrænum hætti.
Tónlistarskólinn:
Starfsemi Tónlistarskóla Seltjarnarness er með breyttu sniði samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis frá 16. mars. Eingöngu fer fram einkakennsla og/eða fjarkennsla að uppfylltum viðmiðum sóttvarnalæknis. Skólastjórnendur og kennarar upplýsa nemendur og foreldra með beinum hætti um fyrirkomulag kennslunnar eftir þörfum.
Sundlaug og íþróttamiðstöð:
Sundlaug Seltjarnarness er lokuð frá 24. mars vegna samkomubanns með hertum takmörkununum. Unnið er að hreinsun og viðhaldi eins og kostur er og í samræmi við reglur um sóttvarnir. Sundkort verða framlengt sem nemur lokuninni.
Íþróttamiðstöð Seltjarnarness er lokuð frá 24. mars vegna samkomubanns með hertum takmörkunum. Unnið er að skipulagningu, hreinsun og viðhaldi eins og kostur er og í samræmi við reglur um sóttvarnir. Íþróttafélagið Grótta gefur ennfremur út eigin tilkynningar er snýr að íþróttaæfingum og öðru í samkomubanninu.
Bókasafn Seltjarnarness:
Bókasafnið er lokað frá 24. mars vegna samkomubanns með hertum takmörkunum. Unnið að bakvinnsluverkefnum, stefnumótunar og skipulagningu enduropnunar eins og kostur er. Ekki verða lagðar sektir á safnkost bókasafnsins á tímabilinu og árskort verða framlengd sem lokuninni nemur.
Þjónustumiðstöð:
Starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar er með hefðbundnu sniði að teknu tilliti allra reglna um sóttvarnir og blöndun á milli hópa. Ennfremur er varúðar gætt þegar starfsmenn þjónustumiðstöðvar þurfa að fara inn í mismunandi stofnanir bæjarins vegna viðhalds o.fl.
Sorphirða:
Starfað er samkvæmt dagatali um sorphirðu og er sorphirða á áætlun – sjá dagatal um sorphirðu sveitarfélagsins og skiptingu hverfa hér: SORPHIRÐUDAGATAL
Íbúar eru vinsamlega beðnir um að skila flokkuðu plasti í sér pokum í grenndargáma eða beint á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað.
Hér má finna upplýsingar um grenndargáma og endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu: https://www.sorpa.is/mottokustadir.
Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur
Frá heimilum þar sem smitaður einstaklingur dvelur þarf sérstaklega að gæta þess að allt sorp sé í vel lokuðu pokum. Hááhættu sorp svo sem snýtibréf skulu vera í vel lokuðum, órifnum og þéttum pokum og fara í gráu tunnuna fyrir almennt sorp. Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á endurvinnslustöðvar
Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að virða þessi tilmæli til að draga úr líkum á því að starfsfólk sem sinnir sorphirðu smitist og til að draga úr líkum á að sorphirða í bæjarfélaginu raskist sökum faraldursins.
Dagforeldrar:
Dagforeldrar á Seltjarnarnesi eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi samkvæmt ákveðnum skilyrðum og eru háðir reglulegu eftirliti umsjónaraðila þ.e. Seltjarnarnesbæjar. Öll gögn og leiðbeiningar sem sendar eru út frá fjölskyldusviði frá almannavörnum og viðbragðsaðilum vegna Covid-19 eru sendar á dagforeldra.
Yfirlit yfir fréttir og tilkynningar sem birtar hafa verið á vef Seltjarnarnesbæjar:
14.4.2020 Dregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi þann 4. maí nk..
06.4.2020 Almannavarnir, Rauði krossinn og Landsbjörg biðla til fólks að ferðast innanhúss um páskana.
03.4.2020 Samkomubann framlengt til 4. Maí til að hefta útbreiðslu Covid-19
30.3.2020 Sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum vegna Covid-19
27.3.2020 Strætó gerir breytingar á ferðum sínum á höfuðborgarsvæðinu vegna Covid-19
27.3.2020 Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna
25.3.2020 Skólaganga barna á tímum Covid19 faraldursins - English / Polish
24.3.2020 Þjónustugjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í ljósi Covid-19 faraldursins. English below
24.3.2020 Óskað eftir starfsfólki í velferðarþjónustu á útkallslista
20.3.2020 Samkomubann og börn - leiðbeiningar frá embætti landlæknis
19.3.2020 Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarfélaga
17.3.2020 Breytt fyrirkomulag þjónustu Seltjarnarnesbæjar t.a.m. bæjarskrifstofu og félagsþjónustu
16.3.2020 Sundlaug Seltjarnarness opnar aftur þriðjudaginn 17. mars
15.3.2020 Starfsdagur / lokanir mánudaginn 16. mars vegna útfærslu samkomubanns
15.3.2020 Sameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf
14.3.2020 Tilkynning frá Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar
10.3.2020 Ráðgjöf Landlæknisembættisins vegna COVID-19 og mannamóta
09.3.2020 Tilmæli til íbúa er varða flokkun og skil á plasti í ljósi COVID-19 veirunnar
07. 3.2020 Viðbragðsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir neyðarstig virkjuð
07.3. 2020 Lokanir og breytingar á þjónustu Seltjarnarnesbæjar til að vernda viðkvæma einstaklinga
27.2.2020 Ný fréttatilkynning Landlæknis vegna kórónaveirunnar
25.2.2020 Ráðleggingar landlæknis vegna nýrra greindra tilfella COVID-19 kórónaveirunnar í Evrópu
06.2.2020 Fundir og reglulegt upplýsingastreymi SHS við neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar vegna kórónaveirunnar
31.1.2020 Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnarlækni