Fara í efni

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 - opið fyrir umsóknir og tilnefningar!

Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022.
Bæjarlistamaður 2022

Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða
rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022.

Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur að upphæð einni milljón króna. Bæjarlistamaður Seltjarnarness skal
vera reiðubúinn að vinna með menningarsviði bæjarins að því að efla áhuga á list og listsköpun á
Seltjarnarnesi og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi.

Umsækjendur og þeir sem senda inn ábendingar eru beðnir um að haga umsóknum í samræmi við reglur
um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is. Umsóknir og tilnefningar
þurfa að vera rökstuddar. Listamenn láti ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil sinn fylgja sem og
hugmyndir um á hvern hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun.

Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað fyrir 25. nóvember n.k. í gegnum heimasíðu bæjarins
(Mínar síður - Umsóknir - Menningar- og samskiptasvið) með tölvupósti á netfangið maria.b.oskarsdottir@seltjarnarnes.is eða bréfleiðis á Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi merkt: „Bæjarlistamaður 2022“.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?