Fara í efni

Landsátakið Syndum stendur yfir frá 1. - 28. nóvember 

Seltirningar eru hvattir til að taka þátt í þessu heilsu- og hvatningarátaki sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland. Sjá nánar:

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. 

Syndum saman hringinn í kringum Ísland. Þeir metrar sem þú syndir safnast saman og á forsíðu  www.syndum.is  verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá sínar sundvegalengdir. Þeir sem eiga notendanafn í verkefninu Lífshlaupið eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn. Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt möguleika á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga. 

Á heimasíðu Syndum www.syndum.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið auk ýmiss annars fróðleiks og upplýsingum um sundlaugar landsins. 

Sundlaug Seltjarnarness tekur að sjálfsögðu vel á móti öllum sundgörpum og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um landsátakið. Verum með því sund er frábært!

Syndum



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?