Framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig nýja dæluhúsinu hefur nú verið komið fyrir ofan í jörðinni og mun að frágangi loknum tengjast fráveitulögnunum til Reykjavíkur.
Framkvæmdirnar ganga hratt fyrir sig á Seltjarnarnesi en í gær var nýi dælubrunnurinn settur niður við Norðurströndina. Vandasamt verk sem unnið var fagmannlega undir styrkri stjórn starfsmanna Þjónustumiðstöðvarinnar eins og sjá má á myndunum. Dælubrunnurinn mun svo tengjast fráveitulögnunum sem liggja til hreinsistöðvarinnar í Ánanaustum.