Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að fara að tilmælum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem í ljósi gulrar veðurspár Veðurstofu Íslands vilja ítreka mikilvægi þess að hreinsa vel frá niðurföllum til að minnka líkur á að vatn flæði inn í hús. Talsvert eignatjón getur orðið af slíkum vatnstjónum eins og þekkt er, sem í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir. Ennfremur er afar mikilvægt að hreinsa snjóhengjur og grýlukerti af húsþökum í dag þar sem að fólki getur stafað mikil hætta af því þegar snjór og ís fellur niður auk þess sem umtalsvert eignatjón getur orðið. Bæjarbúum er einnig bent á að nota sand fremur en salt sem hálkuvörn við húsnæði.
Þessar hitasveiflur sem framundan eru í kortunum munu skapa afar erfiðar veðuraðstæður og gera má ráð fyrir mikilli hálku á götum og gangstígum.
Umfram allt farið varlega!