Nú er félagsstarf eldri bæjarbúa að fara af stað aftur eftir jólafrí með glænýrri dagskrá fyrir tímabilið janúar til júní 2023.
Hér má nálgast dagskránna í heild sinni en hún er fjölbreytt að vanda. Eldri bæjarbúar eru eindregið hvattir til að nýta sér félagsstarfið eins mikið og kostur er enda alltaf eitthvað áhugavert um að vera auk þess sem máltækið maður er manns gaman á svo sannarlega vel við um félagsstarfið.