Kynningarfundurinn verður í Hátíðarsal Gróttu á mánudaginn og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta en nú verður tekinn inn nýr hópur í þessa vinsælu og fjölþættu heilsueflingu fyrir 65+ á Seltjarnarnesi.
Fjölþætt heilsuefling 65+ er verkefni á vegum Seltjarnarnesbæjar og Janusar heilsueflingar. Verkefnið er fyrir einstaklinga 65 ára eða eldri sem eru með lögheimili á Seltjarnarnesi.
Það sem er innifalið í verkefninu:
- Styrktarþjálfun með þjálfara í World Class á Seltjarnarnesi 2x í viku
- Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku
- Aðgangur að heilsu-appi Janusar heilsueflingar og þjálfunaráætlunum fyrir alla daga vikunnar
- Reglulegir fyrirlestrar frá læknum, næringarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum
- Ítarleg heilsufarsmæling á 6 mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu
- Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um hollan lífsstíl
- Aðgangskort í World Class og aðgangur að lokuðum Facebook hópi með heilsutengdum stuðningi
https://www.janusheilsuefling.is/frettir/kynningarfundur-a-seltjarnarnesi-20-februar-2023