Fara í efni

Gleðilegan Öskudag

Á bæjarskrifstofunni er að sjálfsögðu tekið á móti skrautlegum söngfuglum sem hafa sungið fyrir nammi hjá okkur í dag. Haldin er sérstök skrá yfir lögin sem sungin eru og er Gulur, rauður, grænn og blár með afgerandi forystu. Allúetta fylgir fast á eftir auk þess sem við höfum fengið að heyra flutning á frumsömdu lagi, Benedikt búálfi, Svampi Sveinssyni, Dórulagi, Búddi fór í bæinn, Sveppi hann er heitur og Góðan dag frá hinum ýmsu furðuverum !


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?