SAFNANÓTT á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 3. febrúar kl. 16-20
STANSLAUST STUÐ OG DAGSKRÁIN FULL AF FJÖRI – VERTU MEÐ!
Sumir viðburðir flæða alla safnanóttina en aðrir eru tímasettir eins og hægt er með fyrirvara um að dagskrá geti hliðrast til.
Kl. 16:00
- TUNGL, SNJÓR og TRÖLL myndlistarsýning leikskólabarnanna þar sem veturinn er þema
- FÖNDURFJÖR fyrir börn og fullorðna - safnið skreytt og sett í vetrarbúning.
- RATLEIKUR og GETRAUN með skemmtilegum þátttökuverðlaunum
- SJÓNARHÓLL instagram-bás bókasafnsins býður upp á sterka myndatöku
- DJ MÍMIR fyllir safnið af léttri og hressandi tónlist á milli atriða
Kl. 17:00
-
STJÖRNU-SÆVAR og ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR
Sævar ferðast með okkur um heima og geima, skoðar stjörnur og reikistjörnur, nýja geimsjónaukann, loftsteina og áreksturinn sem tortímdi risaeðlunum. Sævar les einnig upp úr nýrri óútkominni bók sem fjallar um merkileg mistök.
Kl. 17:30
- PYLSUPARTÝ byrjar fyrir alla sem vilja svo enginn þarf að verða svangur.
Kl. 18:00
-
BINGÓTÖFRAR með LALLA TÖFRAMANNIL
Lalli töframaður stjórnar bingói af alkunnri snilld þar sem töfrum, gleði og gríni verður blandað inn á milli umferða.
Flottir vinningar í hverri umferð m.a.: 3x Bragðarefir frá Örnu-ís og kaffi, Bolludags-bollur í öskjur frá Björnsbakarí, Gjafabréf frá Nesklúbbnum, 2x 5.000 kr. gjafabréf á Ráðagerði og Fjölskyldutilboð á Rauða Ljóninu. Að auki verður fjöldinn allur af skemmtilegum verðlaunum. - LISTAMANNASPJALL Í GALLERÍ GRÓTTU
Unnar Ari myndlistarmaður segir frá verkum sínum og hugsuninni á bak við sýninguna Skýjamyndir sem nú stendur yfir í Gallerí Gróttu.
Kl. 18:30
- MAMMA MIA TÓNLISTARATRIÐI
Nemendur í 10. bekk í Valhúsaskóla flytja nokkur lög úr söngleiknum Mamma Mia.
Kl. 19:00
- BLÖÐRUR og SPRELL með LALLA TÖFRAMANNI
Lalli heldur áfram með fjörið, sýnir blöðrulistir og gefur börnunum blöðrudýr. -
TÓNSTAFIR – BÍTLARNIR, QUEEN o.fl.
Tónlistarmennirnir og tónlistarkennararnir Bjarni Freyr og Daníel munu bjóða upp á sannkallaða tónlistarveislu á Safnanótt þar sem að þeir ætla að leika og syngja lög eftir Bítlana, Queen og fleiri uppáhaldslög þeirra félaganna
SUNDLAUGANÓTT í Sundlaug Seltjarnarness laugardaginn 4. febrúar kl. 17:00 – 20:00
VATNABOLTAR, LJÓSAKYNDLAR OG FJÖRUG TÓNLIST
Það gefst algjörlega einstakt tækifæri til að veltast um sundlaugina í vatnaboltum og ljósastemningu við hressandi tónlist allt kvöldið.
ATH! Vatnaboltar og kyndlar eru háðir veðri.
Komdu í sund á Sundlauganótt - ókeypis aðgangur!