Fara í efni

Kynning á drögum og samráð vegna stefnumótunar í málefnum fatlaðs fólks

Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs frá 23. mars 2017 hefur stýrihópur starfað við stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á þjónustusvæði Seltjarnarnesbæjar og hefur hópurinn nú lagt fram drög sem óskað er eftir að fólk kynni sér og sendi inn ábendingar eftir þörfum.

Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs frá 23. mars 2017 hefur stýrihópur starfað við stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á þjónustusvæði Seltjarnarnesbæjar. Til að stefnan endurspegli áherslur og sýn fatlaðs fólks hefur stýrihópurinn hefur lagt áherslu á að eiga samtöl og samráð við fatlað fólk, aðstandendur þeirra og hagsmunasamtök. Að auki var boðað til opins íbúafundar í því skyni að kalla fram frekari hugmyndir.

Stýrihópurinn hefur nú lagt fram drög að stefnumótun í þessum málaflokki til bæjarráðs og er þau að finna á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar auk þess sem kallað er eftir frekari ábendingum og athugasemdum frá íbúum. Fólk er eindregið hvatt til þess að kynna sér drögin og koma sjónarmiðum sínum á framfæri, hvort sem er um að ræða ábendingar eða athugasemdir.

Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á Seltjarnarnesi, skýrsla/tillögur stýrihóps

Athugasemdir/ábendingar þurfa að berast í síðasta lagi 15. apríl 2018Þær má senda skriflega á Bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes eða í tölvupósti á netfangið postur@seltjarnarnes.is.

Þegar að stefna í málefnum fatlaðs fólks  hefur verið afgreidd í bæjarstjórn, mun stýrihópurinn strax hefja vinnu við framkvæmdaáætlun sem gert er ráð fyrir að ljúki þann 31. maí 2018.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?