NESIÐ OKKAR er nýtt samráðsverkefni íbúa og bæjarins. Bæjarbúum, 16 ára og eldri og með lögheimili á Seltjarnarnesi gefst nú tækifæri til að hafa lýðræðisleg áhrif á forgangsröðun og úthlutun 10.000.000 kr. af framkvæmdafé sumarsins sem fara eiga til smærri nýrra framkvæmda og viðhaldsverkefna á Seltjarnarnesi.
Hugmyndasöfnun var hleypt af stokkunum á netinu í dag en þetta jákvæða verkefni skiptist í þrjá hluta; hugmyndasöfnun, íbúakosningu og framkvæmd. Íbúar eru eindregið hvattir til að taka þátt enda öllum frjálst að senda inn hugmyndir og taka þátt í umræðum um innsendar hugmyndir.
Innsending hugmynda er einföld og fer fram rafrænt á http://nesid-okkar.betraisland.is. Þar er hægt að finna nánari upplýsingar um fyrirkomulagið sem og eru ítarlegar upplýsingar hér á vefsíðu bæjarins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á nesid-okkar@seltjarnarnes.is og hringja í Þjónustuverið í síma 5959 100.