Fara í efni

NESIÐ OKKAR 2018

Í dag opnaði hugmyndasöfnunin NESIÐ OKKAR sem er nýtt samráðsverkefni íbúa og bæjarins sem skiptist í þrjá hluta; hugmyndasöfnun, íbúakosningu og framkvæmd.    Sendu inn þína hugmynd - það er einfalt!

Nesið okkar

NESIÐ OKKAR er nýtt samráðsverkefni íbúa og bæjarins. Bæjarbúum, 16 ára og eldri og með lögheimili á Seltjarnarnesi gefst nú tækifæri til að hafa lýðræðisleg áhrif á forgangsröðun og úthlutun 10.000.000 kr. af framkvæmdafé sumar­sins sem fara eiga til smærri nýrra framkvæmda og viðhaldsverkefna á Seltjarnarnesi. 

Hugmyndasöfnun var hleypt af stokkunum á netinu í dag en þetta jákvæða verkefni skiptist í þrjá hluta; hugmyndasöfnun, íbúakosningu og framkvæmd. Íbúar eru eindregið hvattir til að taka þátt enda öllum frjálst að senda inn hugmyndir og taka þátt í umræðum um innsendar hugmyndir. 

Ferlið

Innsending hugmynda er einföld og fer fram rafrænt á http://nesid-okkar.betraisland.is. Þar er hægt að finna nánari upplýsingar um fyrirkomulagið sem og eru ítarlegar upplýsingar hér á vefsíðu bæjarins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á nesid-okkar@seltjarnarnes.is og hringja í Þjónustuverið í síma 5959 100.   


Nesið okkar


Athugið! ÍBÚAFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar kl.17.30-19.00 í Valhúsaskóla þar sem verkefnið verður kynnt og þátttakendum leiðbeint með að skila inn hugmyndum á rafrænan hátt. Ipad-ar á staðnum og boðið verður upp á kaffi og kruðerí. Allir velkomnir! 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?