Fara í efni

Verkfalli Eflingar frestað - Skólahald í Grunnskóla Seltjarnarness hefst fimmtudaginn 26. mars skv. skipulagi vegna samkomubanns. School starts again on Thursday!

Skólahúsnæðið verður þrifið og sótthreinsað á morgun miðvikudag svo hægt verði að taka á móti börnum á fimmtudaginn. Skipulag er snýr að útfærslu vegna samkomubanns verður aftur sent til foreldra í dag.

Verkfalli Eflingar hefur verið frestað frá miðnætti í kvöld. Ræstingafólk skólans mun því mæta til vinnu í fyrramálið og þrífa skólann hátt og lágt. Þar sem að ekki hefur verið þrifið í nokkuð langan tíma og í ljósi aukinna krafna til þrifa og sótthreinsunar verður morgundagurinn notaður til þess að gera húsnæðið tilbúið til að taka á móti nemendum. 

Skólahald mun svo hefjast fimmtudaginn 26.mars samkvæmt því skipulagi sem sent var út í síðustu viku með nokkrum breytingum. Skipulagið verður sent út aftur seinna í dag.

Skjólið fyrir 1.-2. bekk mun fara af stað á morgun miðvikudag frá kl. 11:00 - 15:00. Nemendur sem munu nýta sér þessa þjónustu verða í sínum heimastofum og starfsfólk Skjólsins kemur þangað

Foreldrar sem ætla ekki að senda börn sín í skólann og/eða nýta þjónustu Skjólsins eru beðnir um að láta skrifstofu skólans vita.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að koma ekki inn í skólann heldur fylgja börnum sínum að inngangi og gefa sig fram við starfsmann í anddyri þegar barn er sótt í lok dag.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?