Fara í efni

Heimsóknarreglur í íbúakjarnana að Skólabraut, Eiðismýri og sambýlið Sæbraut vegna Covid-19

Vegna fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu síðustu daga hafa verið gefnar út nýjar heimsóknareglur til að vernda viðkvæman hóp íbúa á sambýlum og íbúðarkjörnum. Sjá nánar:

Þar sem Covid-19 smitum hefur fjölgað í samfélaginu síðustu daga hafa verið gefnar út nýjar heimsóknareglur til að vernda viðkvæman hóp íbúa á sambýlum og íbúðarkjörnum. Samkvæmt hvatningu frá landlækni í gær um endurskoðun á heimsóknarreglum hafa eftirfarandi reglur nú tekið gildi sem aðstandendur og gestir í íbúakjarnana á Skólabraut, Eiðismýri og sambýlið Sæbraut eru beðnir um að kynna sér og virða.


Heimsóknarreglur í íbúakjörnum að Skólabraut 3-5 og Eiðismýri 30:

  • Gestir þurfa að spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
  • Vinsamlega farið beint til íbúðar íbúans sem þið ætlið að heimsækja.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  • Að heimsókn lokinni farið þá beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni.
  • Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.
Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi reglur:
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
  • Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Heimsóknarreglur í sambýlið Sæbraut:

  • Strangar reglur hafa frá upphafi Covid-19 gilt um allar heimsóknir til íbúa á Sæbrautinni og falla þær undir öll tilmæli landlæknis. Það er því ekki talin þörf á breytingum á þeim heimsóknarreglunum á þessari stundu.


Allar takmarkanir og heimsóknarreglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og aðstandendur upplýstir um leið og einhver breyting verður.

Mikilvægt er að við virðum öll samfélagssáttmálann!


Tilmæli frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra: 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?