Reykjavíkurborg hyggst endurgera sjóvarnargarða við Eiðsgranda og stefnir á þær framkvæmdir nú í haust. Framkvæmdarsvæðið nær frá dælustöð að hringtorgi við Ánanaust. Á sama tíma er fyrirhugað að leggja framhald af hjólastíg sem liggur eftir Eiðsgranda frá Seltjarnarnesi að Boðagranda, að Ánanaustum.
Á meðan á framkvæmdunum stendur verður gangandi- og hjólandi vegfarendum beint framhjá framkvæmdasvæðinu um þennan nýja stíg en á svæðinu næst Ánanaustum mun það ekki nást með góðu móti sökum plássleysis. Vestan hringtorgs hefur Eiðsgrandi tvær akreinar og til stendur að nota aðra akreina undir hjáleið gangandi og hjólandi vegfaranda framhjá framkvæmdarsvæðinu á meðan unnið verður við endurgerð sjóvarnargarðsins næst Ánanaustum.
Nákvæmar dagsetningar á framkvæmdinni liggja ekki fyrir en verða tilkynntar síðar meir. Drög að svæðinu sem verður tekið undir hjáleiðina má sjá hér, með fyrirvara um að eiginleg hönnun á umferð á framkvæmdartíma liggur ekki fyrir: