Tilkoma nýrra gönguljósa á nýjum og öruggari stað við Nesveginn marka endalok framkvæmdanna við Eiðistorg þar sem fjölmargt hefur verið gert til að gera umferð gangandi vegfarenda um torgið öruggara.
Framkvæmdum er nú lokið við Eiðistorg með tilkomu nýrra gönguljósa á nýjum og öruggari stað við Nesveginn. Ekki er lengur hægt að keyra beint frá Suðurmýri inn á Eiðistorgið auk þess sem búið er að ganga frá göngubraut í gegnum bílastæðið að torginu til/frá Mýrinni og Nesveginum. Hraðamerkingum hefur verið breytt í 15 km/klst. sem og settar nýjar og skýrar merkingar við bílastæðin næst Hagkaupum ásamt árekstrarvörnum. Umferð gangandi vegfarenda á því að vera orðin mun öruggari eins og stefnt var að með framkvæmdunum.