Fara í efni

Björn Kristinsson er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021

Björn Kristinsson (Bjössi Sax) tónlistarmaður var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær þriðjudaginn 13. apríl. Þetta er í 25. sinn sem bæjarlistamaður er heiðraður.
Björn Kristinsson tónlistarmaður
Björn Kristinsson tónlistarmaður

Björn Kristinsson, tónlistarmaður eða „Bjössi Sax“ eins og hann er betur þekktur var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021. Útnefningin fór fram við hátíðlega athöfn í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi í takt við sóttvarnatakmarkanir þriðjudaginn 13. apríl.

Þetta var í 25. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en Menningarnefnd Seltjarnarness sér um val bæjarlistamanns ár hvert. Í heiðursathöfninni veitti Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Birni viðurkenningingarskjal ásamt starfsstyrk að upphæð 1.000.000 kr. sem fylgir nafnbótinni.

Björn ION Kristinsson fæddist 24. maí 1994 í Bucharest í Rúmeníu og var ættleiddur til Íslands 8 mánaða gamall. Hann hóf snemma tónlistarferil sinn en hann byrjaði sem barnastjarna í þáttunum Söngvaborg sem Róbert Bangsi.  Hann lærði síðar söng hjá Garðari Thor Cortez og Keith Reed og hóf nám á saxophone 11 ára gamall, fyrst í Tónlistarskóla Seltjarnarness en síðar í FÍH og MÍT. Hann lauk burtfararprófi frá MÍT á saxophone árið 2018. Björn tók einnig þátt í tónlistarnámi á vegum Berklee Collage of Music: at Umbria Jazz Classics 2017.

Björn hefur hlotið ýmiss tónlistarverðlaun. Hann vann tónlistarverðlaun MH – Óðríkur Algaula, var í undanúrslitum Iceland Got Talent og hlaut fyrstu verðlaun í Músíktilraunum (blástur). Að auki fékk hann fyrstu verðlaun þegar hann vann „Nótuna“; uppskeruhátið tónlistarskólanna í tvígang. Bæði með Jazzsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness og síðar með Stórsveit (Big Band) FÍH.

Björn ION (Bjössi Sax) hefur unni sem tónlistarmaður með ýmsum hljómsveitum m.a. Kiriyama Family, White Signal, Trío Bjössa Sax og í A liði Veðurguðanna. Nú síðast hefur hann spilað með Ingó í þáttum Stöðvar 2 „Í kvöld er gigg“ þar sem hann hefur heldur betur slegið í gegn.

Birni eru færðar innilegar hamingjuóskir með heiðursnafnbótina, Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021 og munu Seltirningar að sjálfsögðu fá að njóta hæfileika hans á árinu. 

Björn Kristinsson, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021

Á myndinni eru: Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness, Björn Kristinsson bæjarlistamaður og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.

Björn Kristinsson, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021

Bjössi Sax tók að sjálfsögðu lagið á saxophoninn sinn við útnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness 2021.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?